19 milljarðar fyrir 10 gamla bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:18 Dýrasti bíll í heimi. Þessi Ferrari 250 GTO frá 1962 seldist á 4,8 milljarða króna. Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent
Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent