Handbolti

Birna skoraði eitt mark í sigri Sävehof

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir.
Birna Berg Haraldsdóttir. mynd/heimasíða sävehof
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, og stöllur hennar í toppliði IK Sävehof lentu í vandræðum gegn Spårvägens HF í elleftu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Útlitið var gott fyrir gestina eftir 38 mínútna leik, en Sävehof var þá sex mörkum yfir, 24-18, og stefni allt í öruggan sigur meistaranna.

En heimakonur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn mest í eitt mark, 26-27, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir.

Sävehof-liðið hafði þó betur á endanum og vann tveggja marka sigur, 29-27, og er enn ósigrað á toppi deildarinnar með 22 stig. Spårvägens er í áttunda sæti.

Birna Berg tók eitt skot í leiknum og skoraði úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×