Íslenski boltinn

Rúnar Páll valinn þjálfari ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson með verðlaun sín.
Rúnar Páll Sigmundsson með verðlaun sín. Vísir/Daníel
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, var kjörinn þjálfari ársins þriðja árið í röð í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014.

Þetta er í þriðja sinn sem Samtök íþróttafréttamenn velja þjálfara ársins og hafði Alfreð Gíslason fengið þessi verðlaun í tvö fyrstu skiptin.

Rúnar Páll gerði karlalið Stjörnunnar að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið varð fyrsta liðið til að fara taplaust í gegnum tólf liða efstu deild. Liðið komst einnig áfram í úrslitaleiki um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið datt út á móti ítalska stórliðinu Inter.

Rúnar Páll var á sínu fyrsta ári sem þjálfari Stjörnuliðsins og það er varla hægt að byrja betur en þjálfari ársins 2014 gerði.

Alfreð Gíslason þjálfari handboltaliðs Kiel í Þýskalandi og Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, komu einnig til greina sem þjálfarar ársins. Alfreð varð í öðru sæti í þessu kjöri.

Þjálfari ársins 2014 - þessir fengu stig:

1. Rúnar Páll Sigmundsson 69 stig

2. Alfreð Gíslason 60

3. Heimir Hallgrímsson 48

4. Finnur Freyr Stefánsson 14

5. Dagur Sigurðsson 8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×