„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2015 15:46 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. vísir/gva „Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“ Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“
Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39