Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 17:39 Eggert Skúlason var í haust fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV. Vísir/STefán Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Hallgrímur Thorsteinsson, sem verið hefur ritstjóri DV undanfarna mánuði, mun að eigin ósk leiða stefnumótun á sviði talsmálsútvarps á vegum Pressunnar og hefur þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steini Kára Ragnarssyni, framkvæmdastjóra DV.Áður hafði verið greint frá því að Kolbrún yrði ritstjóri en þremur blaðamönnum DV var sagt upp störfum í dag. „Kolbrún er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, hefur unnið sem blaðamaður og yfirmaður menningarmála á Fréttablaðinu, Blaðinu og nú síðast Morgunblaðinu. Þá er hún einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi landsins. Eggert er margreyndur fjölmiðlamaður, var um árabil fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Veiðimannsins og svo fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Hann hefur síðari ár rekið eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hörður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir viðskiptafréttir sínar fyrir Morgunblaðið.“Frekari breytingar væntanlegar í hagræðingarskyni Þá segir í tilkynningunni að til þess að ná fram skipulagsbreytingum og hagræða í rekstri hafi nokkrum starfsmönnum DV verið sagt upp í dag. Verða ennfremur gerðar breytingar á aðkeyptu efni í hagræðingarskyni. Sé það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti útgáfudagur DV er föstudagurinn 9. janúar næstkomandi. Fréttavefurinn dv.is verður þó áfram rekinn allan sólarhringinn eins og verið hefur. Í byrjun nýs árs verða kynntar margvíslegar breytingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem Dagblaðið Vísir árið 1910. Útgefandi DV er Björn Ingi Hrafnsson og Steinn Kári Ragnarsson er framkvæmdastjóri. Tengdar fréttir Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Hallgrímur Thorsteinsson, sem verið hefur ritstjóri DV undanfarna mánuði, mun að eigin ósk leiða stefnumótun á sviði talsmálsútvarps á vegum Pressunnar og hefur þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steini Kára Ragnarssyni, framkvæmdastjóra DV.Áður hafði verið greint frá því að Kolbrún yrði ritstjóri en þremur blaðamönnum DV var sagt upp störfum í dag. „Kolbrún er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, hefur unnið sem blaðamaður og yfirmaður menningarmála á Fréttablaðinu, Blaðinu og nú síðast Morgunblaðinu. Þá er hún einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi landsins. Eggert er margreyndur fjölmiðlamaður, var um árabil fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Veiðimannsins og svo fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Hann hefur síðari ár rekið eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hörður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir viðskiptafréttir sínar fyrir Morgunblaðið.“Frekari breytingar væntanlegar í hagræðingarskyni Þá segir í tilkynningunni að til þess að ná fram skipulagsbreytingum og hagræða í rekstri hafi nokkrum starfsmönnum DV verið sagt upp í dag. Verða ennfremur gerðar breytingar á aðkeyptu efni í hagræðingarskyni. Sé það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti útgáfudagur DV er föstudagurinn 9. janúar næstkomandi. Fréttavefurinn dv.is verður þó áfram rekinn allan sólarhringinn eins og verið hefur. Í byrjun nýs árs verða kynntar margvíslegar breytingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem Dagblaðið Vísir árið 1910. Útgefandi DV er Björn Ingi Hrafnsson og Steinn Kári Ragnarsson er framkvæmdastjóri.
Tengdar fréttir Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46
Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28