Lifir af himinhátt fall Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 11:33 Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent