Afbrýðisemi sigga dögg skrifar 20. janúar 2015 09:00 Öfund og afbrýðisemi getur verið sár Vísir/Getty Afbrýðisemi hefur alltaf fylgt manninum og mun eflaust alltaf gera það, sérstaklega í ástarsamböndum. Í nýlegu lokaverkefni skoðar nemandi við félagsfræðideild Háskóla Íslands afbrýðissemi í parasamböndum. Samkvæmt niðurstöðum nemandans þá er: afbrýðisemi er tilfinning sem nánast allir geta munað eftir að hafa upplifað einhverntíman á lífsleiðinni. Afbrýðisemi er eðlislæg tilfinning og snýst um það varnarviðbragð sem einstaklingur finnur þegar hann upplifir sambandi sínu vera ógnað af þriðja aðila. Þessi tilfinning er raunveruleg þó svo að ekki sé endilega um raunverulega ógn að ræða. Afbrýðisemi má greina niður í þrjú stig; vægt-, miðlungs stig og sjúklega afbrýðisemi. Afbrýðisemi hefur að mati höfundar aukist í nútímanum vegna breytinga á parasamböndum og einnig vegna nýrra áhrifaþátta sem voru ekki til staðar áður. Í nýlegri bandarískri rannsókn voru yfir 63 þúsund einstaklingar látnir ímynda sér tvennar aðstæður og viðhorf þeirra könnuð hvor aðstæðna myndi vekja upp meiri afbrýðissemi.Vísir/GettyFólk átti að ímynda sér að a) maki myndi stunda kynlíf með annarri manneskju en væri ekki ástfanginn af henni/honum og b) maki verður ástfanginn af annarri manneskju en hefur ekki stundað kynlíf með henni/honum. Niðurstöðurnar sem virkilega komu rannsakendum á óvart var að gagnkynhneigðir karlar, meira en allir aðrir hópar, upplifðu mestu afbrýðissemina í tilviki a), þar sem maki hafði stundað kynlíf með annarri manneskju. Þannig virtist munur á kynhneigð ráða frekar en munur á kyni þar sem tvíkynhneigðir karlar og samkynhneigðir karlar greindu ekki svo augljóslega frá konum sem komust í meira uppnám við aðstæður b). Ástæður fyrir þessu eru taldar þróunarfræðilegar en staðreyndin er sú að framhjáhald hefur ólíkar skýringar milli einstaklinga og innan sambanda og er langt frá því að vera annað hvort eða. Það er því gott fyrir hvert samband að skilgreina hvað það telur flokkast sem framhjáhald. Heilsa Tengdar fréttir Hversu sterkt er sambandið þitt? Hér er spurningakönnun sem metur styrk sambandsins þíns, hvar stendur þú? 15. janúar 2015 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Afbrýðisemi hefur alltaf fylgt manninum og mun eflaust alltaf gera það, sérstaklega í ástarsamböndum. Í nýlegu lokaverkefni skoðar nemandi við félagsfræðideild Háskóla Íslands afbrýðissemi í parasamböndum. Samkvæmt niðurstöðum nemandans þá er: afbrýðisemi er tilfinning sem nánast allir geta munað eftir að hafa upplifað einhverntíman á lífsleiðinni. Afbrýðisemi er eðlislæg tilfinning og snýst um það varnarviðbragð sem einstaklingur finnur þegar hann upplifir sambandi sínu vera ógnað af þriðja aðila. Þessi tilfinning er raunveruleg þó svo að ekki sé endilega um raunverulega ógn að ræða. Afbrýðisemi má greina niður í þrjú stig; vægt-, miðlungs stig og sjúklega afbrýðisemi. Afbrýðisemi hefur að mati höfundar aukist í nútímanum vegna breytinga á parasamböndum og einnig vegna nýrra áhrifaþátta sem voru ekki til staðar áður. Í nýlegri bandarískri rannsókn voru yfir 63 þúsund einstaklingar látnir ímynda sér tvennar aðstæður og viðhorf þeirra könnuð hvor aðstæðna myndi vekja upp meiri afbrýðissemi.Vísir/GettyFólk átti að ímynda sér að a) maki myndi stunda kynlíf með annarri manneskju en væri ekki ástfanginn af henni/honum og b) maki verður ástfanginn af annarri manneskju en hefur ekki stundað kynlíf með henni/honum. Niðurstöðurnar sem virkilega komu rannsakendum á óvart var að gagnkynhneigðir karlar, meira en allir aðrir hópar, upplifðu mestu afbrýðissemina í tilviki a), þar sem maki hafði stundað kynlíf með annarri manneskju. Þannig virtist munur á kynhneigð ráða frekar en munur á kyni þar sem tvíkynhneigðir karlar og samkynhneigðir karlar greindu ekki svo augljóslega frá konum sem komust í meira uppnám við aðstæður b). Ástæður fyrir þessu eru taldar þróunarfræðilegar en staðreyndin er sú að framhjáhald hefur ólíkar skýringar milli einstaklinga og innan sambanda og er langt frá því að vera annað hvort eða. Það er því gott fyrir hvert samband að skilgreina hvað það telur flokkast sem framhjáhald.
Heilsa Tengdar fréttir Hversu sterkt er sambandið þitt? Hér er spurningakönnun sem metur styrk sambandsins þíns, hvar stendur þú? 15. janúar 2015 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hversu sterkt er sambandið þitt? Hér er spurningakönnun sem metur styrk sambandsins þíns, hvar stendur þú? 15. janúar 2015 11:00