Subaru selur 57% bíla sinna í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 11:50 Subaru XV á Íslandi. Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Einn þeirra bílaframleiðenda sem átti hvað mestri velgengni að fagna á síðasta ári var Subaru. Ekki hvað síst er það að þakka mikilli sölu í Bandaríkjunum en sala Subaru bíla þar jókst um 21% í fyrra. Er svo komið að 57 af hverjum 100 bílum sem Subaru framleiðir eru seldir í Bandaríkjunum og fer sú tala sífellt hækkandi. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum en 513.693 í fyrra. Er það vöxtur uppá 53% á aðeins 2 árum. Subaru áætlar að selja 540.000 bíla í Bandaríkjunu í ár, en 940.000 um allan heim. Það þýðir að 57% selst þar vestra og ef áætluð 45.000 bíla sala í Kanada er bætt við mun 62% af framleiðslu Subaru seljast í N-Ameríku. Subaru áætlar að aðeins 156.000 bílar seljist í heimalandinu Japan í ár og að sala muni minnka um 8% þar í ár. Subaru framleiðir mikið af þeim bílum sem þeir selja vestanhafs í Bandaríkjunum og hafa verksmiðjur Subaru þar ekki við að framleiða nóg og verður verksmiðja Subaru í Indiana breytt svo framleiða megi 18.000 fleiri Legacy og Outback bíla þar á ári.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent