Fyrsta konan sem hannar ofursportbíl Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 10:51 Acura NSX. Einn af athyglisverðustu bílunum sem nú eru sýndur á bílasýningunni í Detroit er þessi Acura NSX ofursportbíll. Það vekur reyndar ekki minni áhuga að það var 34 ára gömul kona, Michelle Christiansen, sem er aðalhönnuður bílsins. Er það fyrsta sinni sem kona er aðalhönnuður slíks bíls. Acura er undirmerki Honda og það framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus gerir hjá Toyota. Acura NSX er enginn venjulegur bíll, heldur er hann með ríflega 550 hestafla vél og er verðugur keppinautur bíla eins og Porsche 911 Turbo S, Ferrari 458 og Audi R8. Acura NSX er með miðjusetta vél, 3,7 lítra V6 vél auk rafmótora. Hann er arftaki Honda NSX sem Honda framleiddi á árunum 1990 til 2005. Michelle Christiansen er 34 ára Kaliforníumær sem lærði hönnun í hinum virta Art Center College of Design í Pasadena í Kaliforníu. Hún ólst upp við að gera upp kraftabíla með föður sínum í San Jose og er með bensín í blóðinu. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Einn af athyglisverðustu bílunum sem nú eru sýndur á bílasýningunni í Detroit er þessi Acura NSX ofursportbíll. Það vekur reyndar ekki minni áhuga að það var 34 ára gömul kona, Michelle Christiansen, sem er aðalhönnuður bílsins. Er það fyrsta sinni sem kona er aðalhönnuður slíks bíls. Acura er undirmerki Honda og það framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus gerir hjá Toyota. Acura NSX er enginn venjulegur bíll, heldur er hann með ríflega 550 hestafla vél og er verðugur keppinautur bíla eins og Porsche 911 Turbo S, Ferrari 458 og Audi R8. Acura NSX er með miðjusetta vél, 3,7 lítra V6 vél auk rafmótora. Hann er arftaki Honda NSX sem Honda framleiddi á árunum 1990 til 2005. Michelle Christiansen er 34 ára Kaliforníumær sem lærði hönnun í hinum virta Art Center College of Design í Pasadena í Kaliforníu. Hún ólst upp við að gera upp kraftabíla með föður sínum í San Jose og er með bensín í blóðinu.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent