Framleiðslu hætt á enn einum blæjubílnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:58 Volkswagen Eos hverfur brátt af sjónarsviðinu. Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent