Audi og Fiat rífast um nöfnin Q2 og Q4 Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:24 Jeppa- og jepplingaflóra Audi mun fara sífellt stækkandi. Audi bætir sífellt við jeppa- og jepplingalínu sína og hefur hug á að fjölga gerðum þeirra verulega. Með því þurfa Audi menn að bæta sléttum tölum fyrir aftan Q, en hingað til hafa aðeins verið til Audi bílarnir Q3, Q5 og Q7. Nú stendur hinsvegar til að framleiða bílana Audi Q2 og Q4, en einn hængur er á því. Fiat, sem einnig á Alfa Romeo merkið, á réttinn á bæði Q2 og Q4 nöfnunum. Alfa Romeo framleiddi 159 Q4 og 159 Q2 bílana, en þeir eru fjórhjóladrifsútgáfa og framhjóladrifsútgáfa 159 bílsins sem framleiddur var á árunum 2005 til 2011. Nú hefur því verrið hætt við framleiðslu bílanna og því hefur Fiat litla þörf fyrir Q2 og Q4 nöfnin. Það þýðir hinsvegar ekki að Fiat vilja láta frá sér réttinn á notkun nafnanna sem það öðlaðist sannarlega fyrir framleiðslu 159 bílsins. Hvort Fiat gefur Audi eftir notkun Q2 og Q4 nafnanna þykir mörgum líklegt, en þeir sömu telja að forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, geri það ekki nema fá eitthvað í staðinn, hvað sem það má svosem vera. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Audi bætir sífellt við jeppa- og jepplingalínu sína og hefur hug á að fjölga gerðum þeirra verulega. Með því þurfa Audi menn að bæta sléttum tölum fyrir aftan Q, en hingað til hafa aðeins verið til Audi bílarnir Q3, Q5 og Q7. Nú stendur hinsvegar til að framleiða bílana Audi Q2 og Q4, en einn hængur er á því. Fiat, sem einnig á Alfa Romeo merkið, á réttinn á bæði Q2 og Q4 nöfnunum. Alfa Romeo framleiddi 159 Q4 og 159 Q2 bílana, en þeir eru fjórhjóladrifsútgáfa og framhjóladrifsútgáfa 159 bílsins sem framleiddur var á árunum 2005 til 2011. Nú hefur því verrið hætt við framleiðslu bílanna og því hefur Fiat litla þörf fyrir Q2 og Q4 nöfnin. Það þýðir hinsvegar ekki að Fiat vilja láta frá sér réttinn á notkun nafnanna sem það öðlaðist sannarlega fyrir framleiðslu 159 bílsins. Hvort Fiat gefur Audi eftir notkun Q2 og Q4 nafnanna þykir mörgum líklegt, en þeir sömu telja að forstjóri Fiat, Sergio Marchionne, geri það ekki nema fá eitthvað í staðinn, hvað sem það má svosem vera.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent