Sport

Fyrrverandi kærastan mín er leigumorðingi

Busch og Driscoll er allt lék í lyndi.
Busch og Driscoll er allt lék í lyndi. vísir/getty
Bandaríski ökuþórinn, Kurt Busch, stendur í einhverju furðulegasta dómsmáli sem komið hefur upp lengi.

Hann sakar fyrrverandi kærustu sína, Patriciu Driscoll, um að vera leigumorðingi. Hún hefur nú farið fram á nálgunarbann á Busch.

Í nálgunarbannsmálinu steig Busch fram og sagði að Driscoll væri leigumorðingi.

Hún ásakar hann um heimilisofbeldi og að hafa neglt höfði hennar þrisvar sinnum í vegg. Þess vegna vill hún fá nálgunarbann.

Busch segir að Driscoll hafi tjáð sér að hún sé málaliði sem ferðist um heiminn og myrði fólk. Hún hafi meðal annars unnið fyrir CIA og kona í myndinni Zero Dark Thirty sé byggð á henni.

Driscoll segir að þessar ásakanir séu tómt bull. Hún segir hann hafa farið að trúa þessu er hann las kvikmyndahandrit sem hún hafi verið að skrifa síðustu átta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×