Íslenski boltinn

Heerenveen kaupir 16 ára gamlan leikmann frá Víkingi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Júlíus Magnússon og Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, við undirskriftina í dag.
Júlíus Magnússon og Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, við undirskriftina í dag. mynd/sc-heerenveen.nl
Hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen er búið að kaupa unglingalandsliðsmanninn Júlíus Magnússyni af Pepsi-deildarliði Víkings.

Þetta kemur fram á heimasíðu Heerenveen, en hinn 16 ára gamli Júlíus skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið.

Júlíus á að baki tólf leiki fyrir U17 ára landslið Íslands, en hann hefur aldrei spilað meistaraflokksleik fyrir Víking.

Júlíus mun spila með 19 ára liði Heerenveen, en þar hittir hann fyrir annan Íslending, Albert Guðmundsson, sem hefur staðið sig vel með liðinu undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×