„Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2015 13:00 Ásmundur segist boðinn og búinn að funda með múslímum um starfsemi þeirra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við. Alþingi Trúmál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við.
Alþingi Trúmál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira