Fótbolti

Strákarnir funda og æfa í Flórída | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson fer yfir málin með strákunum.
Heimir Hallgrímsson fer yfir málin með strákunum. mynd/facebook-síða KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kanada í tveimur vináttuleikjum á föstudag og mánudag, en leikirnir verða spilaðir á heimavelli University of Central Florida í Orlando í Bandaríkjunum.

Fram kemur í frétt á vef KSÍ að allir leikmenn hópsins voru með á æfingu í gær og eftir handa voru tveir fundir. Nýir leikmenn voru svo boðnir velkomnir í hópinn en sex nýliðar eru með í för.

Sjá einnig:Sex nýliðar í landsliðshópnum

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru góðar í gær, að því fram kemur á vefsíðu KSÍ; skýjað og um 18 stiga hiti og má búast við slíku veðri næstu daga að viðbættum einhverjum rigningarskúrum.

Fleiri knattspyrnulið eru í Orlando þessa dagana við æfingar en íslenska liðið, en þýsku liðin Bayern Leverkusen og Köln eru t.a.m. á staðnum í æfingaferð.

Hér að neðan má sjá myndir frá æfingu gærdagsins en fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu KSÍ.

Hjörtur Logi Valgarðsson gerir sig kláran.mynd/facebook-síða KSÍ
Sölvi Geir Ottesen fylgist með Rúrik Gíslasyni leika sér með boltann.mynd/facebook-síða KSÍ
Æfing í fullum gangi.mynd/facebook-síða KSÍ
Heimir Hallgrímsson fylgist grannt með.mynd/facebook-síða KSÍ
Siggi Dúlla gerir drykkina kla´ra.mynd/facebook-síða KSÍ
Völlurinn sem spilað verður á.mynd/facebook-síða KSÍ

Tengdar fréttir

Strákarnir eru lentir í Orlando

Íslenska karlalandsliðið er komið til Orlando í Bandaríkjunum en liðið mætir Kanadamönnum í tveimur vináttulandsleikjum á næstu sex dögum en þeir fara báðir fram á á háskólavelli University of Central Florida. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×