Aðeins helmingur bílavarahluta lækkar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 11:06 Um það bil helmingur bílavarahluta lækkar vegna niðurfellingar á vörugjöldum. Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent