60 ára afmælisútgáfa Toyota Crown Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:36 Toyota Crown afmælisútgáfan. Fyrsti Toyota bíllinn sem seldur var bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu var Toyota Crown. Hóf Toyota að selja hann í Bandaríkjunum árið 1958 en framleiðsla hans hófst í Japan árið 1955, fyrir 60 árum síðan. Sala Toyota Crown í Evrópu hófst síðan árið 1963 er Toyota hóf sölu hans í Danmörku. Var þar um að ræða aðra kynslóð bílsins. Nú er hann af 14. kynslóð og hófst framleiðsla hans árið 2012. Toyota hóf að framleiða Crown í Ástralíu árið 1967 og í Kína á árið 2005. Afmælisútgáfan nú mun aðeins fást í tveimur litum, Sky Blue og Bright Green og fagna margir litaglaðir því. Toyota Crown er sá bíll japanska framleiðandans sem lengst hefur verið í framleiðslu samfellt og er mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Toyota. Hann var frá upphafi framleiddur sem lúxusbíll og er það enn. Margir Íslendingar þekkja til Toyota Crown og seldist hann ágætlega hér á árum áður en hefur ekki verið í boði hérlendis í langan tíma. Toyota Crown af árgerð 1966 á bílasafninu að Ystafelli. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Fyrsti Toyota bíllinn sem seldur var bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu var Toyota Crown. Hóf Toyota að selja hann í Bandaríkjunum árið 1958 en framleiðsla hans hófst í Japan árið 1955, fyrir 60 árum síðan. Sala Toyota Crown í Evrópu hófst síðan árið 1963 er Toyota hóf sölu hans í Danmörku. Var þar um að ræða aðra kynslóð bílsins. Nú er hann af 14. kynslóð og hófst framleiðsla hans árið 2012. Toyota hóf að framleiða Crown í Ástralíu árið 1967 og í Kína á árið 2005. Afmælisútgáfan nú mun aðeins fást í tveimur litum, Sky Blue og Bright Green og fagna margir litaglaðir því. Toyota Crown er sá bíll japanska framleiðandans sem lengst hefur verið í framleiðslu samfellt og er mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Toyota. Hann var frá upphafi framleiddur sem lúxusbíll og er það enn. Margir Íslendingar þekkja til Toyota Crown og seldist hann ágætlega hér á árum áður en hefur ekki verið í boði hérlendis í langan tíma. Toyota Crown af árgerð 1966 á bílasafninu að Ystafelli.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent