60 ára afmælisútgáfa Toyota Crown Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:36 Toyota Crown afmælisútgáfan. Fyrsti Toyota bíllinn sem seldur var bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu var Toyota Crown. Hóf Toyota að selja hann í Bandaríkjunum árið 1958 en framleiðsla hans hófst í Japan árið 1955, fyrir 60 árum síðan. Sala Toyota Crown í Evrópu hófst síðan árið 1963 er Toyota hóf sölu hans í Danmörku. Var þar um að ræða aðra kynslóð bílsins. Nú er hann af 14. kynslóð og hófst framleiðsla hans árið 2012. Toyota hóf að framleiða Crown í Ástralíu árið 1967 og í Kína á árið 2005. Afmælisútgáfan nú mun aðeins fást í tveimur litum, Sky Blue og Bright Green og fagna margir litaglaðir því. Toyota Crown er sá bíll japanska framleiðandans sem lengst hefur verið í framleiðslu samfellt og er mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Toyota. Hann var frá upphafi framleiddur sem lúxusbíll og er það enn. Margir Íslendingar þekkja til Toyota Crown og seldist hann ágætlega hér á árum áður en hefur ekki verið í boði hérlendis í langan tíma. Toyota Crown af árgerð 1966 á bílasafninu að Ystafelli. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Fyrsti Toyota bíllinn sem seldur var bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu var Toyota Crown. Hóf Toyota að selja hann í Bandaríkjunum árið 1958 en framleiðsla hans hófst í Japan árið 1955, fyrir 60 árum síðan. Sala Toyota Crown í Evrópu hófst síðan árið 1963 er Toyota hóf sölu hans í Danmörku. Var þar um að ræða aðra kynslóð bílsins. Nú er hann af 14. kynslóð og hófst framleiðsla hans árið 2012. Toyota hóf að framleiða Crown í Ástralíu árið 1967 og í Kína á árið 2005. Afmælisútgáfan nú mun aðeins fást í tveimur litum, Sky Blue og Bright Green og fagna margir litaglaðir því. Toyota Crown er sá bíll japanska framleiðandans sem lengst hefur verið í framleiðslu samfellt og er mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Toyota. Hann var frá upphafi framleiddur sem lúxusbíll og er það enn. Margir Íslendingar þekkja til Toyota Crown og seldist hann ágætlega hér á árum áður en hefur ekki verið í boði hérlendis í langan tíma. Toyota Crown af árgerð 1966 á bílasafninu að Ystafelli.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent