Ásgeir á CNN: Gat ekki spilað skrafl eftir skotæfingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 10:30 Ásgeir Sigurgeirsson ætlar sér á toppinn. vísir/getty „Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér. Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
„Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15