Sveitarstjórn auglýsir eftir kaupmanni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2015 23:46 Verslunin Hólakaup á Reykhólum. Henni var lokað á gamlársdag. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að auglýsa eftir aðila sem er tilbúinn að taka að sér að reka matvöruverslun á Reykhólum. Þar ríkir ófremdarástand eftir að einu verslun byggðarinnar, Hólakaupum, var lokað um áramótin, en samkvæmt Reykhólavefnum, sem greinir frá málinu, eru næstu búðir á Hólmavík, 58 kílómetra í burtu, og í Búðardal, en þangað eru 75 kílómetrar. Í frétt Vísis á nýársdag kom fram að eigendur Hólakaupa, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, hafi hætt verslunarrekstrinum vegna mikillar bindingar fyrir fjölskylduna og vinnuálags en í staðinn ákváðu þau að snúa sér að ferðaþjónustu. Haft er eftir Eyvindi að hagnaður hafi verið af rekstrinum öll fimm árin sem þau hafi rekið búðina og hann telji sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum.Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir í viðtali í þættinum "Um land allt" í fyrra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verslunarhúsið er í eigu Reykhólahrepps. Jafnframt hefur sveitarstjórn samþykkt að ganga til samninga við eigendur Hólakaupa um kaup á tækjum og búnaði sem nauðsynlegur er til áframhaldandi reksturs verslunar á Reykhólum. Þeir sem eru áhugasamir um að taka að sér kaupmannsstarfið á Reykhólum geta kynnt sér samfélagið þar með því að horfa hér á þáttinn „Um land allt“, en þar var verslunin meðal annars heimsótt og fjallað um óvenju mikla barnafjölgun. Á Reykhólum búa um 130 manns og í Reykhólahreppi alls um 270 manns. Dæmi eru um verslun í mun fámennari byggð, eins og á Bakkafirði, þar sem um 80 manns búa, en Stöð 2 fjallaði um þá verslun, Mónakó Supermarket, fyrir fjórum árum. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna. 1. janúar 2015 10:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að auglýsa eftir aðila sem er tilbúinn að taka að sér að reka matvöruverslun á Reykhólum. Þar ríkir ófremdarástand eftir að einu verslun byggðarinnar, Hólakaupum, var lokað um áramótin, en samkvæmt Reykhólavefnum, sem greinir frá málinu, eru næstu búðir á Hólmavík, 58 kílómetra í burtu, og í Búðardal, en þangað eru 75 kílómetrar. Í frétt Vísis á nýársdag kom fram að eigendur Hólakaupa, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, hafi hætt verslunarrekstrinum vegna mikillar bindingar fyrir fjölskylduna og vinnuálags en í staðinn ákváðu þau að snúa sér að ferðaþjónustu. Haft er eftir Eyvindi að hagnaður hafi verið af rekstrinum öll fimm árin sem þau hafi rekið búðina og hann telji sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum.Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir í viðtali í þættinum "Um land allt" í fyrra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verslunarhúsið er í eigu Reykhólahrepps. Jafnframt hefur sveitarstjórn samþykkt að ganga til samninga við eigendur Hólakaupa um kaup á tækjum og búnaði sem nauðsynlegur er til áframhaldandi reksturs verslunar á Reykhólum. Þeir sem eru áhugasamir um að taka að sér kaupmannsstarfið á Reykhólum geta kynnt sér samfélagið þar með því að horfa hér á þáttinn „Um land allt“, en þar var verslunin meðal annars heimsótt og fjallað um óvenju mikla barnafjölgun. Á Reykhólum búa um 130 manns og í Reykhólahreppi alls um 270 manns. Dæmi eru um verslun í mun fámennari byggð, eins og á Bakkafirði, þar sem um 80 manns búa, en Stöð 2 fjallaði um þá verslun, Mónakó Supermarket, fyrir fjórum árum.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna. 1. janúar 2015 10:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna. 1. janúar 2015 10:15
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00
Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42
Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15