Erlent

38 þúsund börn í sárri neyð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þar af eru 203 þúsund börn undir fimm ára aldri.
Þar af eru 203 þúsund börn undir fimm ára aldri.
Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna óttast að hátt í fjörutíu þúsund börn í Sómalíu deyi úr hungri verði ekkert að gert.

Hætta steðjar að rúmlega 730 þúsund manns sem svelta heilu hungri vegna mikilla þurrka í landinu. Þar af eru 203 þúsund börn undir fimm ára aldri. Þá eru rúmlega 38 þúsund börn alvarlega vannærð og dauðvona.

Hungursneyð geisaði í Sómalíu á árunum 2010-2012 og var uppskerubrestur og fallinn búfénaður í grunninn helsta ástæðan en efnahagslegir og pólitískir þættir spila einnig stórt hlutverk og magna neyðina margfalt. Uppskeran er þó heldur betri nú, eða um 29 prósent, samkvæmt skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Sómalía hefur árum saman verið nánast stjórnlaus vegna borgarastyrjaldar sem veikburða stjórnvöld hafa ekkert ráðið við en um fjórðungur þeirra sem búa við skort eru flóttamenn frá átakasvæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×