Risastór bílakynning Land Rover á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 15:15 Þessa dagana eru breski bílaframleiðandinn Land Rover með afar stóra kynningu á Íslandi fyrir blaðamenn á nýjasta bíl sínum, Land Rover Discovery Sport. Verkefnið tekur langan tíma og hófst 8. desember og lýkur um næstu mánaðarmót. Alls koma hátt í 1.000 bílablaðamenn hingað til lands til að prófa bílinn. Ásamt öllu erlendu og innlendu starfsfólki verkefnisins þurfa blaðamennirnir 6.150 gistinætur á nokkrum af betri hótelum landsins. Er það til marks um stærð verkefnisins og hve mikil búbót það er fyrir íslenska ferðaþjónustu á þessum annars rólegri tíma ársins í þeirri atvinnugrein. Bílablaðamaður visis og Fréttablaðsins, ásamt myndatökumanni, slóst með í för og kynntist því hvernig þessu fór fram og hitti á einn besta dag kynningarinnar hvað veður varðar. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Þessa dagana eru breski bílaframleiðandinn Land Rover með afar stóra kynningu á Íslandi fyrir blaðamenn á nýjasta bíl sínum, Land Rover Discovery Sport. Verkefnið tekur langan tíma og hófst 8. desember og lýkur um næstu mánaðarmót. Alls koma hátt í 1.000 bílablaðamenn hingað til lands til að prófa bílinn. Ásamt öllu erlendu og innlendu starfsfólki verkefnisins þurfa blaðamennirnir 6.150 gistinætur á nokkrum af betri hótelum landsins. Er það til marks um stærð verkefnisins og hve mikil búbót það er fyrir íslenska ferðaþjónustu á þessum annars rólegri tíma ársins í þeirri atvinnugrein. Bílablaðamaður visis og Fréttablaðsins, ásamt myndatökumanni, slóst með í för og kynntist því hvernig þessu fór fram og hitti á einn besta dag kynningarinnar hvað veður varðar. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent