Volkswagen tapar 4,3 milljónum á hverjum Phaeton bíl Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 09:50 Volkswagen Phaeton. Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Volkswagen Phaeton er flaggskip þýska bílaframleiðandans, afar stór fólksbíll og vel smíðaður. Hann er að mestu handsmíðaður í sérstakri bílaverksmiðju í Leipzig. Því kostar Volkswagen Phaeton skildinginn, en þyrfti samt að kosta miklu meira til að réttlæta kostnaðinn við framleiðslu hans. Volkswagen tapar um 4,3 milljónum króna á hverjum framleiddum Phaeton bíl, en ætlar samt að halda áfram framleiðslu hans. Það finnst mörgum undarleg ráðstöfun, ekki síst í ljósi þess að Volkswagen bílafjölskyldan stóra framleiðir Audi A8, sem er svipaður bíll að stærð og gæðum og Bentley Continental Flying Spur tilheyrir einnig stórfjölskyldu Volkswagen. Volkswagen Phaeton er byggður á sama undirvagni og þessir tveir bílar og með því sparast reyndar eitthvað við þróun næstu kynslóðar hans, sem stendur til að komi á markað árið 2017 eða 2018. Volkswagen Phaeton seldist aðeins í 5.812 eintökum árið 2013 (tölur frá því í fyrra liggja ekki fyrir), svo óhætt er að segja að þarna fari ekki magnsölubíll. Til samanburðar seldi Mercedes Benz 104.000 bíla af S-Class gerð í fyrra, eða hátt í tuttugu sinnum meira. Er sá bíll á stærð við Phaeton. Þegar næsta kynslóð Volkswagen Phaeton kemur á markað verður hann í boði sem Plug-In-Hybrid bíll, auk hefðbundinna dísil- og bensínútfærsla.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent