Krakkar, hvað á þessi að heita? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2015 11:00 Lukkudýr Smáþjóðaleikanna. Mynd/iceland2015.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að menn ætli að leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Hver bekkur fær að senda inn eitt nafn en þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins en sá bekkur sem vinnur fær meðal annars gefins tölvubúnað til skólans að verðmæti 100.000 krónur. Lukkudýrið er myndað úr efnum úr íslenskri náttúru en þar er á ferðinni gosdropi úr eldgosi sem hefur ís á halanum, mosa á búknum og stuðlaberg á fótunum.Fréttatilkynningin:Efnt er til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015.Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Skila inn nafni fyrir 5. febrúar og nafnið kynnt 21. febrúar.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt.Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins.Reglur um nafnasamkeppni:Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.Vinningur:Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.Saga lukkudýrsinsÞað er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gosdropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft.Gosdropinn svífur í loftinu og lendir á jökli þar sem hann fær ís á halann sinn. Hann skoppar og þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn.Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Litli náttúrukrafturinn er orðinn að lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015. Lukkudýrið er mjög litríkt.Hárið er eldur úr eldgosi, höfuðið er sólin sjálf, búkurinn er úr mosa, halinn er þakinn ísmolum úr jökli, fótleggirnir eru úr vatni og loks stendur lukkudýrið vel á fótum úr stuðlabergi. Lukkudýrið er einnig lipurt og sterkt. Hægt fyrir neðan er hægt að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til. Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að menn ætli að leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Hver bekkur fær að senda inn eitt nafn en þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins en sá bekkur sem vinnur fær meðal annars gefins tölvubúnað til skólans að verðmæti 100.000 krónur. Lukkudýrið er myndað úr efnum úr íslenskri náttúru en þar er á ferðinni gosdropi úr eldgosi sem hefur ís á halanum, mosa á búknum og stuðlaberg á fótunum.Fréttatilkynningin:Efnt er til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015.Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Skila inn nafni fyrir 5. febrúar og nafnið kynnt 21. febrúar.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt.Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins.Reglur um nafnasamkeppni:Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.Vinningur:Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.Saga lukkudýrsinsÞað er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gosdropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft.Gosdropinn svífur í loftinu og lendir á jökli þar sem hann fær ís á halann sinn. Hann skoppar og þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn.Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Litli náttúrukrafturinn er orðinn að lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015. Lukkudýrið er mjög litríkt.Hárið er eldur úr eldgosi, höfuðið er sólin sjálf, búkurinn er úr mosa, halinn er þakinn ísmolum úr jökli, fótleggirnir eru úr vatni og loks stendur lukkudýrið vel á fótum úr stuðlabergi. Lukkudýrið er einnig lipurt og sterkt. Hægt fyrir neðan er hægt að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til.
Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira