Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2015 19:18 Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira