Drakk 107 bjóra á einum degi 27. janúar 2015 22:30 Boggs þegar hann var upp á sitt besta í boltanum. vísir/getty Enn er verið að segja goðsagnakenndar sögur af hafnaboltagoðsögninni Wade Boggs. Boggs er í heiðurshöll hafnaboltans en hann lék lengst af með Boston Red Sox en náði að vinna World Series með NY Yankees. Boggs var ekki bara þekktur fyrir góðan leik á vellinum heldur var hann ótrúlegur drykkjuhrútur. Hann virtist hreinlega geta drukkið endalaust. Á dögunum fór í loftið gamanþáttur í Bandaríkjunum sem snérist um söguna af Boggs er hann drakk 64 bjóra í flugi milli stranda Bandaríkjanna. Einn af leikurum þáttarins, It's Always Sunny in Philadelphia, upplýsti síðan að Boggs hefði tjáð sér að hann hefði mest náð að drekka 107 bjóra á einum degi. Það á náttúrulega ekki að vera hægt. Fleiri hafa sagt sögur af Boggs eftir þáttinn og þar á meðal fyrrum félagi hans hjá Tampa Bay Rays. „Við sátum saman í flugvél þegar flugfreyjan kemur til hans fyrir flugið með heilan kassa af bjór. Hann smellti kassanum undir sætið fyrir framan sig og brosti bara," sagði félaginn. „Ég spurði hvað væri eiginlega í gangi. Við værum bara að fara í klukkutíma flug. Hann svaraði því til að hann ætti bjórinn einn. Bjórarnir hurfu svo ofan í hann á mettíma í fluginu og hann sagðist ekki verða fullur fyrr en eftir svona einn og hálfan kassa. Ég held hann hafi ekki einu sinni farið á salernið allt flugið." Hér að neðan má sjá viðtal við leikarann og svo atriði úr þættinum þar sem Boggs leikur sjálfan sig. Erlendar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Enn er verið að segja goðsagnakenndar sögur af hafnaboltagoðsögninni Wade Boggs. Boggs er í heiðurshöll hafnaboltans en hann lék lengst af með Boston Red Sox en náði að vinna World Series með NY Yankees. Boggs var ekki bara þekktur fyrir góðan leik á vellinum heldur var hann ótrúlegur drykkjuhrútur. Hann virtist hreinlega geta drukkið endalaust. Á dögunum fór í loftið gamanþáttur í Bandaríkjunum sem snérist um söguna af Boggs er hann drakk 64 bjóra í flugi milli stranda Bandaríkjanna. Einn af leikurum þáttarins, It's Always Sunny in Philadelphia, upplýsti síðan að Boggs hefði tjáð sér að hann hefði mest náð að drekka 107 bjóra á einum degi. Það á náttúrulega ekki að vera hægt. Fleiri hafa sagt sögur af Boggs eftir þáttinn og þar á meðal fyrrum félagi hans hjá Tampa Bay Rays. „Við sátum saman í flugvél þegar flugfreyjan kemur til hans fyrir flugið með heilan kassa af bjór. Hann smellti kassanum undir sætið fyrir framan sig og brosti bara," sagði félaginn. „Ég spurði hvað væri eiginlega í gangi. Við værum bara að fara í klukkutíma flug. Hann svaraði því til að hann ætti bjórinn einn. Bjórarnir hurfu svo ofan í hann á mettíma í fluginu og hann sagðist ekki verða fullur fyrr en eftir svona einn og hálfan kassa. Ég held hann hafi ekki einu sinni farið á salernið allt flugið." Hér að neðan má sjá viðtal við leikarann og svo atriði úr þættinum þar sem Boggs leikur sjálfan sig.
Erlendar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira