Menga kerti? sigga dögg skrifar 28. janúar 2015 09:00 Kerti geta verið kósi, en einnig varasöm. Vísir/Getty Kerti geta verið varsöm heilsu þeirra sem eru með viðkvæm öndunarfæri en einnig mjög ungum börnum. Algengustu kertin eru gerð úr parafín vaxi en þau gefa frá sér mengandi efni þegar þau brenna og þessi efni geta verið skaðleg heilsunni. Samkvæmt Umhverfisstofnun þá ber að vanda valið á kertum: Flest kerti eru framleidd úr hráolíuafurðum (yfirleitt parafíni) sem mynda koltvíoxíð þegar þau brenna. Því hafa slík kerti áhrif á loftlagsbreytingar, rétt eins og olía og gas. Auk þess eru umhverfisáhrif hráefnavinnslunnar umtalsverð. Kerti úr náttúrulegum afurðum eru betri fyrir umhverfið. Meðal þeirra náttúrulegu efna sem notuð eru í kerti eru sojavax, býflugnavax, tólg og stearín sem er unnið úr dýrafitu. Nokkrir íslenskir aðilar framleiða kerti úr endurunnum kertaafgöngum og er það án efa betra fyrir umhverfið. Ilmefni eru alltaf varhugaverð í neytendavörum, líka í kertum þar sem þau geta valdið ofnæmi. Auðveld leið til að velja umhverfisvænt er að velja Svansmerkt. Svanurinn hefur þróað viðmið fyrir kerti en Svansmerkt kerti þurfa að vera gerð úr meira en 90% endurnýjanlegu hráefni. Auk þess eru gerðar kröfur til hámarks leyfilegrar sótmengunar frá kertunum og ilmefni ekki leyfð. Umbúðir þurfa einnig að uppfylla umhverfiskröfur og mega Svansmerkt teljós til að mynda ekki vera í álbakka.Kerti úr býflugnavaxiVísir/GettyHægt er að endurvinna kertaafganga og er það bæði umhverfisvænt og atvinnuskapandi. Það er því vissara að vanda valið þegar kemur að kertum og þá er betra að vera með færri en fleiri kerti og velja kerti sem eru úr náttúrulegum efnum. Þó nokkrir íslenskir framleiðendur gera slík kerti og því er hægt að velja íslenskt en um leið vernda umhverfið og heimilið. Heilsa Tengdar fréttir Kerti menga meira en fjölmennar umferðaræðar Bruni frá einu stöku kerti veldur margfalt meiri mengun innanhús en er til staðar á fjölförnum umferðaræðum. Í frétt um málið í Politiken segir að samkvæmt mælingum gefur brennandi kerti frá sér nær áttfalt meira af hárfínum sótögnum en umferðin á H.C. Andersen breiðgötunni í Kaupmannahöfn. 5. desember 2011 07:38 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið
Kerti geta verið varsöm heilsu þeirra sem eru með viðkvæm öndunarfæri en einnig mjög ungum börnum. Algengustu kertin eru gerð úr parafín vaxi en þau gefa frá sér mengandi efni þegar þau brenna og þessi efni geta verið skaðleg heilsunni. Samkvæmt Umhverfisstofnun þá ber að vanda valið á kertum: Flest kerti eru framleidd úr hráolíuafurðum (yfirleitt parafíni) sem mynda koltvíoxíð þegar þau brenna. Því hafa slík kerti áhrif á loftlagsbreytingar, rétt eins og olía og gas. Auk þess eru umhverfisáhrif hráefnavinnslunnar umtalsverð. Kerti úr náttúrulegum afurðum eru betri fyrir umhverfið. Meðal þeirra náttúrulegu efna sem notuð eru í kerti eru sojavax, býflugnavax, tólg og stearín sem er unnið úr dýrafitu. Nokkrir íslenskir aðilar framleiða kerti úr endurunnum kertaafgöngum og er það án efa betra fyrir umhverfið. Ilmefni eru alltaf varhugaverð í neytendavörum, líka í kertum þar sem þau geta valdið ofnæmi. Auðveld leið til að velja umhverfisvænt er að velja Svansmerkt. Svanurinn hefur þróað viðmið fyrir kerti en Svansmerkt kerti þurfa að vera gerð úr meira en 90% endurnýjanlegu hráefni. Auk þess eru gerðar kröfur til hámarks leyfilegrar sótmengunar frá kertunum og ilmefni ekki leyfð. Umbúðir þurfa einnig að uppfylla umhverfiskröfur og mega Svansmerkt teljós til að mynda ekki vera í álbakka.Kerti úr býflugnavaxiVísir/GettyHægt er að endurvinna kertaafganga og er það bæði umhverfisvænt og atvinnuskapandi. Það er því vissara að vanda valið þegar kemur að kertum og þá er betra að vera með færri en fleiri kerti og velja kerti sem eru úr náttúrulegum efnum. Þó nokkrir íslenskir framleiðendur gera slík kerti og því er hægt að velja íslenskt en um leið vernda umhverfið og heimilið.
Heilsa Tengdar fréttir Kerti menga meira en fjölmennar umferðaræðar Bruni frá einu stöku kerti veldur margfalt meiri mengun innanhús en er til staðar á fjölförnum umferðaræðum. Í frétt um málið í Politiken segir að samkvæmt mælingum gefur brennandi kerti frá sér nær áttfalt meira af hárfínum sótögnum en umferðin á H.C. Andersen breiðgötunni í Kaupmannahöfn. 5. desember 2011 07:38 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið
Kerti menga meira en fjölmennar umferðaræðar Bruni frá einu stöku kerti veldur margfalt meiri mengun innanhús en er til staðar á fjölförnum umferðaræðum. Í frétt um málið í Politiken segir að samkvæmt mælingum gefur brennandi kerti frá sér nær áttfalt meira af hárfínum sótögnum en umferðin á H.C. Andersen breiðgötunni í Kaupmannahöfn. 5. desember 2011 07:38