Meistaraverk Schevings falið bak við leikmynd Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2015 10:25 Menningarverðmætum er ekki sýndur mikill sómi, ef litið er til þess að eitt öndvegisverk íslenskrar listasögu má híma bak við leikmynd Gettu betur. Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin? Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin?
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira