Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2015 18:37 Haider al-Abadi og John Kerry í London í dag. Vísir/AFP Loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa stöðvað framgang vígamanna ISIS samkvæmt John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sumum tilfellum hefur orðið viðsnúningur á stöðu samtakanna. John Kerry sagði blaðamönnum í dag að um helmingur leiðtoga ISIS hafi verið felldir frá því að loftárásir hófust í ágúst. Fulltrúar þeirra 21 ríkis sem koma að baráttunni gegn Íslamska ríkinu komu saman í London í dag, en utanríkisráðherra Bretlands segir bandalagið staðráðið í að brjóta ISIS á bak aftur. Í bandalaginu eru Bandaríkin, Bretland, Írak, Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Noregur og Spánn. Þar að auki koma Barein, Egyptaland, Jórdanía, Kúvæt, Katar, Sádi Arabía, Tyrkland og Sameinuðu arabísku furstaveldin að bandalaginu. Á vef BBC segir að forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi hafi varað við því að verðlækkun olíu hefði dregið úr getu Íraka til að berjast gegn ISIS. Hann þakkaði hinum í bandalaginu fyrir þá þjálfun sem íraski herinn hlýtur, en sagði þá þurfa meiri hjálp varðandi vopn. Sjá einnig: Segir íraska herinn þurfa aukin stuðning. Eftir fundinn sagði John Kerry að nærri því tvö þúsund loftárásir hefðu verið gerðar og að hermenn hefðu endurheimt um 700 ferkílómetra frá ISIS. BBC segir að í ágúst hafi verið talið að samtökin stjórnuðu um 91 þúsund ferkílómetrum í Sýrlandi og Írak. Kerry sagði að meira en sex þúsund vígamenn hafi verið felldir í loftárásunum og að hundruð skriðdrekar og brynvarðir bílar hafi verið eyðilagðir. Þar að auki hafa árásir verið gerðar og olíuvinnslustöðvar ISIS og önnur mikilvæg skotmörk. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa stöðvað framgang vígamanna ISIS samkvæmt John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sumum tilfellum hefur orðið viðsnúningur á stöðu samtakanna. John Kerry sagði blaðamönnum í dag að um helmingur leiðtoga ISIS hafi verið felldir frá því að loftárásir hófust í ágúst. Fulltrúar þeirra 21 ríkis sem koma að baráttunni gegn Íslamska ríkinu komu saman í London í dag, en utanríkisráðherra Bretlands segir bandalagið staðráðið í að brjóta ISIS á bak aftur. Í bandalaginu eru Bandaríkin, Bretland, Írak, Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Noregur og Spánn. Þar að auki koma Barein, Egyptaland, Jórdanía, Kúvæt, Katar, Sádi Arabía, Tyrkland og Sameinuðu arabísku furstaveldin að bandalaginu. Á vef BBC segir að forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi hafi varað við því að verðlækkun olíu hefði dregið úr getu Íraka til að berjast gegn ISIS. Hann þakkaði hinum í bandalaginu fyrir þá þjálfun sem íraski herinn hlýtur, en sagði þá þurfa meiri hjálp varðandi vopn. Sjá einnig: Segir íraska herinn þurfa aukin stuðning. Eftir fundinn sagði John Kerry að nærri því tvö þúsund loftárásir hefðu verið gerðar og að hermenn hefðu endurheimt um 700 ferkílómetra frá ISIS. BBC segir að í ágúst hafi verið talið að samtökin stjórnuðu um 91 þúsund ferkílómetrum í Sýrlandi og Írak. Kerry sagði að meira en sex þúsund vígamenn hafi verið felldir í loftárásunum og að hundruð skriðdrekar og brynvarðir bílar hafi verið eyðilagðir. Þar að auki hafa árásir verið gerðar og olíuvinnslustöðvar ISIS og önnur mikilvæg skotmörk.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira