Vísindin á bakvið ástina sigga dögg skrifar 22. janúar 2015 11:00 Vísir/Getty Vísindamenn kryfja allt á milli himins og jarðar og ástin er engin undantekning þar á. Hér eru 10 áhugaverðar staðreyndir um ástina.1. Það tekur heilann undir sekúndu að virkja ástartilfinningar þegar þú horfir á einstaklinginn sem þú ert hrifinn af.2. Ást og kynlöngun virkjar ólíka hluta heilans en bæði eru nokkuð flókin ferli sem virkja margar stöðvar heilans.3. Kossar eru mikilvægir í makavali en einnig í því að viðhalda sambandinu og tengist tíðni kossa gæða sambandsins.4. Hjónasvipur er raunverulega til. Fólk sem hefur verið saman í um 25 ár eru oft með svipaða andlitsdrætti og getur það verið út af umhverfi, persónuleika, samkennd og mataræði.5. Fjarbúð getur gengið upp, ef fólk passar upp á að vera duglegt að deila innilegum og persónulegum upplýsingum um hvort annað og lítur hvort annað jákvæðum augum.Vísir/Getty6. Það er búið að greina fjóra þætti sem drepa sambönd: endurtekin gagnrýni, samskipti sem einkennast af fyrirlitningu og kaldhæðni, fara í vörn, og að neita að tala um hlutina (loka á makann).7. Fólk er kröfuhart á hjónabönd og ætlast til að það hjálpi einstaklingnum til að vaxa og þroskast en fjárfestir ekki nægum tíma í samböndin og því eru kröfurnar oft óraunhæfar.8. Bíókvöld getur gagnast sambandinu. Það að horfa reglulega saman á myndir sem fjalla um sambönd og ræða svo um myndina getur hjálpað pörum skilja sín eigin samskipti betur.9. Þó ástin kulni þá getur sambandið þurft að lifa í nýju formi, til dæmis vegna barna. Það virðast vera fimm algengar týpur sem fólk fellur í en mikilvægt er fyrir sambandið að reyna halda ágreiningi og rifrildum í lágmarki.10. Litlu hlutirnir skipta máli. Þegar fólk var spurt hvað skipti þau máli í ástinni þá voru það litlu fallegu hlutirnir eins og að vera fært kaffibolli í rúmið sem skipti þau máli. Það gæti því verið betra að gera meira lítið oftar og sýna daglega væntumþykju, frekar en eitt stórt sjaldan á tyllidögum. Heilsa Tengdar fréttir Hversu sterkt er sambandið þitt? Hér er spurningakönnun sem metur styrk sambandsins þíns, hvar stendur þú? 15. janúar 2015 11:00 Margir sálufélagar? Gjarnan er talað um að allir eigi einn „sálufélaga“ sem viðkomandi þarf að leita að til að lifa „hamingjusöm til æviloka“. Er ástin eins og Disney ævintýri með einum sálufélaga? 16. desember 2014 11:00 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Vísindamenn kryfja allt á milli himins og jarðar og ástin er engin undantekning þar á. Hér eru 10 áhugaverðar staðreyndir um ástina.1. Það tekur heilann undir sekúndu að virkja ástartilfinningar þegar þú horfir á einstaklinginn sem þú ert hrifinn af.2. Ást og kynlöngun virkjar ólíka hluta heilans en bæði eru nokkuð flókin ferli sem virkja margar stöðvar heilans.3. Kossar eru mikilvægir í makavali en einnig í því að viðhalda sambandinu og tengist tíðni kossa gæða sambandsins.4. Hjónasvipur er raunverulega til. Fólk sem hefur verið saman í um 25 ár eru oft með svipaða andlitsdrætti og getur það verið út af umhverfi, persónuleika, samkennd og mataræði.5. Fjarbúð getur gengið upp, ef fólk passar upp á að vera duglegt að deila innilegum og persónulegum upplýsingum um hvort annað og lítur hvort annað jákvæðum augum.Vísir/Getty6. Það er búið að greina fjóra þætti sem drepa sambönd: endurtekin gagnrýni, samskipti sem einkennast af fyrirlitningu og kaldhæðni, fara í vörn, og að neita að tala um hlutina (loka á makann).7. Fólk er kröfuhart á hjónabönd og ætlast til að það hjálpi einstaklingnum til að vaxa og þroskast en fjárfestir ekki nægum tíma í samböndin og því eru kröfurnar oft óraunhæfar.8. Bíókvöld getur gagnast sambandinu. Það að horfa reglulega saman á myndir sem fjalla um sambönd og ræða svo um myndina getur hjálpað pörum skilja sín eigin samskipti betur.9. Þó ástin kulni þá getur sambandið þurft að lifa í nýju formi, til dæmis vegna barna. Það virðast vera fimm algengar týpur sem fólk fellur í en mikilvægt er fyrir sambandið að reyna halda ágreiningi og rifrildum í lágmarki.10. Litlu hlutirnir skipta máli. Þegar fólk var spurt hvað skipti þau máli í ástinni þá voru það litlu fallegu hlutirnir eins og að vera fært kaffibolli í rúmið sem skipti þau máli. Það gæti því verið betra að gera meira lítið oftar og sýna daglega væntumþykju, frekar en eitt stórt sjaldan á tyllidögum.
Heilsa Tengdar fréttir Hversu sterkt er sambandið þitt? Hér er spurningakönnun sem metur styrk sambandsins þíns, hvar stendur þú? 15. janúar 2015 11:00 Margir sálufélagar? Gjarnan er talað um að allir eigi einn „sálufélaga“ sem viðkomandi þarf að leita að til að lifa „hamingjusöm til æviloka“. Er ástin eins og Disney ævintýri með einum sálufélaga? 16. desember 2014 11:00 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hversu sterkt er sambandið þitt? Hér er spurningakönnun sem metur styrk sambandsins þíns, hvar stendur þú? 15. janúar 2015 11:00
Margir sálufélagar? Gjarnan er talað um að allir eigi einn „sálufélaga“ sem viðkomandi þarf að leita að til að lifa „hamingjusöm til æviloka“. Er ástin eins og Disney ævintýri með einum sálufélaga? 16. desember 2014 11:00