Murakami hrifinn af Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 23:26 Murakami þykir með merkustu rithöfundum heims. Vísir/AFP Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, sem notið hefur mikilla vinsælda á Vesturlöndum undanfarin ár fyrir skáldverk sín, íhugar að segja frá Íslandsferð sinni í væntanlegri ferðasögu sem á að koma út síðar á árinu. Hann segir Ísland „mjög dularfullt“ og að hann langi til að heimsækja landið einhvern tímann aftur. Þetta kemur fram í færslu á síðunni Mr. Murakami‘s place, sem þýðir svör rithöfundarins við ýmsum fyrirspurnum aðdáenda hans á ensku. Hinn 28 ára Papiko segir þar frá aðdáun sinni á Íslandi og spyr Murakami hvort hann gæti hugsað sér að búa hér. „Ég hreifst vissulega af Íslandi, en ég þyrfti að fara þangað um vetur áður en ég gæti ákveðið hvort ég myndi vilja búa þar,“ skrifar Murakami, sem kom hingað til lands í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2003. Hann skrifaði grein um ferð sína í kjölfarið, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á sínum tíma. „Hefur þú séð myndina Á köldum klaka (e. Cold Fever)?,“ spyr hann svo Papiko. „Það er frábær kvikmynd sem gerist á Íslandi. Það hefur verið sagt um Ísland að þar séu fleiri andar og draugar en fólk, og sú mynd telur manni trú um að það gæti verið satt.“ Murakami er meðal annars þekktur fyrir skáldsögurnar Norwegian Wood, Kafka on the Shore og 1Q84. Hann er af mörgum talinn með bestu núlifandi rithöfundum heims og þótti líklegastur til að hreppa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra. Þess má geta að vefsíðan Mr. Murakami‘s place er stórskemmtileg lesning, en þar fær Murakami spurningar um allt milli himins og jarðar, meðal annars frá konu sem vill vita hvert kötturinn sinn hvarf og frá manni sem óskar þess að kona hans hætti að ropa.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira