Hvers vegna gránar hár? sigga dögg skrifar 4. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Grátt hár er óumflýjanlegt fyrir fólk sem er með hár. Sumum þykir grátt hár merki um ótímabæra öldrun og því ákveðið tabú á meðan öðrum finnst það smart og merki um visku. Nú eða ef þú ert mjög hrifin af teiknimyndinni Frozen þá gæti þér einnig þótt það elegant, óháð aldri. Hár gránar vegna þess að þegar fólk tekur að eldast byrja frumur sem framleiða litarefni að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á litarefninu. Þegar hár er grátt þá eru enn smá leifar af litarefninu en þegar það er alveg horfið þá verður hárið hvítt. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur hjá körlum en 35 ára aldur hjá konum. Hár gránar því ekki vegna áfalla eða óþekktar barna eða álags vegna maka. Þó getur fólk lent í því að missa allt hárið mjög snöggt vegna sjálfsofnæmis og hárið sem vex tilbaka er grátt eða hvítt. Talið er að það hafi komið fyrir Marie Antoinette Frakklandsdrottningu.Þetta er þó einstaklingsbundið en í dag virðist hárið grána fyrr og eru tilgátur uppi um að það stafi af reykingum, skorti á B12 vítamíni, ójafnvægi í skjaldkirtli, blóðleysi, streitu, mengun og mataræði. Heilsa Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið
Grátt hár er óumflýjanlegt fyrir fólk sem er með hár. Sumum þykir grátt hár merki um ótímabæra öldrun og því ákveðið tabú á meðan öðrum finnst það smart og merki um visku. Nú eða ef þú ert mjög hrifin af teiknimyndinni Frozen þá gæti þér einnig þótt það elegant, óháð aldri. Hár gránar vegna þess að þegar fólk tekur að eldast byrja frumur sem framleiða litarefni að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á litarefninu. Þegar hár er grátt þá eru enn smá leifar af litarefninu en þegar það er alveg horfið þá verður hárið hvítt. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur hjá körlum en 35 ára aldur hjá konum. Hár gránar því ekki vegna áfalla eða óþekktar barna eða álags vegna maka. Þó getur fólk lent í því að missa allt hárið mjög snöggt vegna sjálfsofnæmis og hárið sem vex tilbaka er grátt eða hvítt. Talið er að það hafi komið fyrir Marie Antoinette Frakklandsdrottningu.Þetta er þó einstaklingsbundið en í dag virðist hárið grána fyrr og eru tilgátur uppi um að það stafi af reykingum, skorti á B12 vítamíni, ójafnvægi í skjaldkirtli, blóðleysi, streitu, mengun og mataræði.
Heilsa Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið