Stekkur yfir mótorhjól á ferð Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 09:48 Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent