Erlent

Yfirmaður ISIS í Afganistan veginn í drónaárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Leiðtogi Íslamska ríkisins í Afganistan er sagður hafa verið felldur í drónaárás sem framkvæmd var af NATÓ. Mullah Abdul Rauf er sagður hafa stýrt smáum en sífellt stækkandi hluta samtakanna í Afganistan.

Mullah Abdul Rauf, var á árum áður hershöfðingi fyrir ríkisstjórn Talíbana, áður en Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan. Hann var handsamaður af bandaríska hernum og var um árabil fangi í Guantanamo fangelsinu á Kúbu. Um áramótin féll hann í ónáð hjá leiðtogum Talíbana og lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið.

Samkvæmt leyniþjónustu Afganistan var hann á ferð um eyðimörkina í bíl ásamt mági sínum og fjórum mönnum frá Pakistan, þegar loftárásin var gerð. Samkvæmt BBC hefur NATÓ staðfest að loftárás hafi verið gerð, en ekki hvert skotmarkið var.

Rauf hafði tekist að safna fylgjendum í Halmand héraði í Afganistan þar sem hann var veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×