Stjörnubilaður rallakstur Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 14:11 Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent
Einir huguðustu ökumenn heims eru í rallakstri og óvíða er ógn ökumanna meiri en hjá þeim er aka í heimsbikarnum í ralli, World Rally Championship (WRC). Því er það ekki fyrir hvern sem er að sitja í bílum þeirra í keppnum. Það gera samt aðstoðarökumenn þeirra og hér sést vel hvað við þeim blasir í keppni. Hraði sá sem hér sést er eitthvað sem fáum dettur í hug að leika eftir, sem betur fer. Víst má telja að enn færri væru til í að sitja í þessum bílum í keppni og upplifa það sem hér sést út um framrúðuna, með lífið í lúkunum. Myndskeiðið er frá elleftu sérleið Monte Carlo rallakstursins sem fram fór um daginn og ökumaður bílsins er Robert Kubica.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent