Körfubolti

Tyson-Thomas rifbeinsbrotin og missir líklega af bikarúrslitunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Carmen Tyson-Thomas í leik gegn Val.
Carmen Tyson-Thomas í leik gegn Val. vísir/stefán
Lið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist.

Tyson-Thomas, sem hefur spilað frábærlega fyrir Keflavík og skorað 26 stig að meðaltali í leik, meiddist þegar Taleya Mayberry, leikmaður Vals braut á henni í leik liðanna í gær.

„Þetta var ekkert annað en tækling og þetta hefði verið gult flag og 15 jarda víti í amerískum fótobolta,“ segir Falur Harðarson, stjórnarmaður hjá Keflavík, í viðtali við karfan.is um brotið.

 

„Það verður fróðlegt að sjá hvað dómaranefnd gerir við þessu atviki,“ bætti hann við, en Ingunn Embla Kristíndardóttir, leikstjórnandi Keflavíkur, var úrskurðuð í tveggja leikja bann fyrir að sparka í mótherja í síðustu viku.

Fram kemur á karfan.is að Carmen Tyson-Thomas sé rifbeinsbrotin og verði frá í mánuð. Það er mikið áfall fyrir Keflavíkurliðið sem mætir Grindavík í bikaúrslitum laugardaginn 21. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×