Borgward endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 09:36 Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent