Erlent

Biðja ISIS um að hafa beint samband

Samúel Karl Ólason skrifar
Kayla Mueller er sögð hafa látið lífið í loftárás Jórdana.
Kayla Mueller er sögð hafa látið lífið í loftárás Jórdana. Vísir/EPA
Foreldrar Kaylu Mueller, sem Íslamska ríkið sagði að hefði látið lífið í loftárás Jórdana í gær, hafa beðið samtökin um að hafa samband við sig. Þau segjast vera vongóð á að hún sé enn á lífi, en Mueller hefur verið í gíslingu ISIS frá því í ágúst 2013.

Embættismenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Mueller sé dáin eins og ISIS heldur fram. Samtökin birtu í gær myndir af skemmdu húsi, sem samtökin segja hana hafa verið í, en engar myndir af henni. Þá héldu þeir fram að enginn af vígamönnum þeirra hefði fallið í árásinni.

Samkvæmt frétt BBC telja yfirvöld í Jórdaníu að um áróður sé að ræða.

Foreldrar Mueller ákváðu að rjúfa þögnina eftir tilkynningu ISIS. Fram að því hafði nafn hennar aldrei verið gefið upp. Þau segjast vera áhyggjufull en vongóð.

„Við höfum sent ykkur skilaboð og biðjum ykkur um að svara þeim. Þið sögðuð okkur að þið mynduð koma fram við Kaylu eins og gest og sem slíkur er öryggi hennar á ykkar ábyrgð,“ segja foreldrar Mueller í skilaboðum til ISIS.


Tengdar fréttir

Loftárásir Jórdana „bara upphafið“

Utanríkisráðherra Jórdaníu segir að loftárásir Jórdaníuhers á stöðvar ISIS séu „bara upphafið að hefndaraðgerðum“ ríkisins.

Vilja eyða ISIS

Jórdanía hefur lýst yfir stríði gegn Íslamska ríkinu og segja að árásir þeirra muni halda áfram þar til samtökunum hafi verið útrýmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×