Einar Ágúst ætlar aftur í pilsið fræga Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 18:30 Einar Ágúst Víðisson ætlar að vera í pilsinu fræga í undankeppni Eurovision. Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira