Einar Ágúst ætlar aftur í pilsið fræga Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 18:30 Einar Ágúst Víðisson ætlar að vera í pilsinu fræga í undankeppni Eurovision. Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision. Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision.
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira