Mikið rekstrartap GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 09:18 Chevrolet Corvette, en Chevrolet tilheyrir General Motors. Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hagnist ágætlega á heimsvísu verður það sama ekki sagt um starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. GM hefur tapað stórum fjárhæðum á sölu bíla sinna í Evrópu og það til margra ára. GM hagnaðist um 315 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en tapið í Evrópu nam 51 milljarði á sama tíma og jókst frá árinu áður. Stór hluti ástæðunnar er slæmt gengi í Rússlandi, en sala þar hefur hrunið undanfarið. GM ætlar að draga saman starfsemi sína í Rússlandi og meðal annars loka verksmiðju sinni í Pétursborg í að minnsta kosti 2 ár. Tapið í Evrópu jókst einnig þegar allt árið í fyrra er skoðað, fór í 180 milljarða króna en var 118 milljarðar árið 2013. Því hafa plön GM um að skila hagnaði í Evrópu fyrir árið í fyrra að engu orðið og það á líklega einnig við reksturinn á þessu ári.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent