Leiknir í úrslit eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2015 22:46 Leiknismenn unnu KR í úrslitum 2013 og nú aftur í undanúrslitum. vísir/daníel Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35