Leiknir í úrslit eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2015 22:46 Leiknismenn unnu KR í úrslitum 2013 og nú aftur í undanúrslitum. vísir/daníel Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35