Renault kynnir Kadjar í sumar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:42 Renault Kadjar. Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent