Spá 88,6 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:20 Í ár mun bílasala enn aukast í heiminum, ef spár ganga eftir. Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent