Jórdanía dregur sig ekki til hlés Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Abdullah II, konungur Jórdaníu, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent