Golf GTD Variant í Genf Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Volkswagen Golf GTD Variant er sportlegur og öflugur dísilbíll sem eyðir litlu. Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu sem státar af ríflegu afli þó hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafla dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sportfjöðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefbundnum Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir eru úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefin 4,5 lítrar. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen bílafjölskyldu sem státar af ríflegu afli þó hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafla dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sportfjöðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefbundnum Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir eru úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefin 4,5 lítrar.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent