Forseti IHF: Engin mannréttindabrot í Katar Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2015 17:15 Hassan Moustafa er umdeildur. vísir/getty Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Hassan Moustafa, hinn vægast sagt umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir Katara ekki vera að brjóta á mannréttindum verkmannanna sem byggðu handboltahallirnar fyrir HM 2015.Sjá einnig:EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Undanfarin fjögur ár, eða síðan Katar var valið til að halda HM 2022 í fótbolta, hefur umfjöllunin um nútíma þrælahald í landinu verið gríðarleg og öllum ljóst að þar sé verið að brjóta á mannréttindum innfluttu verkmannanna. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir HM í fótbolta sem hefst 2022. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar voru á HM í handbolta. „Ég kom hingað meira en 20 sinnum eftir að við ákváðum að halda HM í Katar. Ég heimsótti leikstaðina margsinnis þegar verið var að byggja þá,“ sagði Moustafa í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2. Moustafa forðaðist viðtöl eins og heitan eldinn á meðan HM stóð en veitti Dönunum stutt viðtal eftir síðasta blaðamannafundinn. Í frétt á heimasíðu TV2 segir að það sé álíka erfitt að fá viðtal við Moustafa og Barack Obama, Bandaríkjaforseta. „Ég hef sjálfur talað við þá sem vinna hérna og enginn talar um það sem þið eruð að ræða. Enginn talar um mannréttindabrot,“ bætti forsetinn við. Hann bauðst svo til að staðfesta allar 20 heimsóknir sínar með tölvupósti til TV2. Fréttamaðurinn gaf honum upp netfang til að senda myndir á en ótrúlegt en satt bárust þær aldrei.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira