Handbolti

Kjelling á heimleið

Kjelling í leik með norska landsliðinu.
Kjelling í leik með norska landsliðinu. vísir/afp
Einn besti handboltamaður Noregs síðustu ár, Kristian Kjelling, er að hætta í danska boltanum.

Eiginkona Kjelling staðfesti þetta á bloggsíðu sinni. Þar sagði hún fjölskylduna vera á heimleið.

Samningur Kjelling við Bjerringbro-Silkeborg rennur út í sumar og þá fer fjölskyldan heim. Leikmaðurinn mun ekki leggja skóna hilluna heldur finna sér félag í Noregi.

Kjelling hefur verið í danska boltanum síðustu fjögur ár en hann var í herbúðum Álaborgar áður en hann fór í Bjerringbro.

Kjelling er orðinn 34 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×