Bílasala hefst með krafti á nýju ári Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2015 10:01 Toyota bílar seldust best allra bílgerða í nýliðnum janúar. Sala bíla í nýliðnum janúar er í takti við aukna bílasölu á síðasta ári, en 25,5% fleiri bílar seldust í janúar nú en í sama mánuði í fyrra. Alls voru skráðir 680 nýir bílar samborið við 542 bíla í fyrra. Búist er við áframhaldandi jákvæðri þróun í sölu nýrra bíla enda bílafloti okkar orðinn gamall og þörfin fyrir endurnýjun mikil. Bílgreinasambandið spáir því að á þessu ári muni nýskráningar fólksbíla verða í kringum 10.800 stk. Á árinu 2014 voru nýskráðir 9.536 fólksbílar og er því gert ráð fyrir uþb. 14% aukningu á þessu ári frá því í fyrra segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Sala bíla í nýliðnum janúar er í takti við aukna bílasölu á síðasta ári, en 25,5% fleiri bílar seldust í janúar nú en í sama mánuði í fyrra. Alls voru skráðir 680 nýir bílar samborið við 542 bíla í fyrra. Búist er við áframhaldandi jákvæðri þróun í sölu nýrra bíla enda bílafloti okkar orðinn gamall og þörfin fyrir endurnýjun mikil. Bílgreinasambandið spáir því að á þessu ári muni nýskráningar fólksbíla verða í kringum 10.800 stk. Á árinu 2014 voru nýskráðir 9.536 fólksbílar og er því gert ráð fyrir uþb. 14% aukningu á þessu ári frá því í fyrra segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent