Super Bowl partý á Ölveri leyst upp af lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2015 09:58 Ölver í Glæsibæ er bæði vinsæll sport- og karókíbar. Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015 Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015
Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34