Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið. NFL Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið.
NFL Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira