Sjávarútvegsráðherra segir stjórnarflokkana ekki samstíga Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 18:40 Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira